FILMUR

Signa býður upp á fjölbreytt úrval af filmum, hver og ein tilvalin fyrir sérhæfða notkun – hvort sem er í glugga, á bíla, innréttingar, húsgögn, hurðir, eldhúsinnréttingar, sturtugler eða fleira. Hvort sem þörf er á litafilmum sem gefa litríkt yfirbragð, sandblástursfilmum sem veita næði og glæsileika, eða sólarfilmum sem bjóða vörn gegn hita og UV-geislum, höfum við lausnina. Prentaðar filmur og endurskinsfilmur okkar bjóða upp á marga möguleika þegar kemur að merkingum og auka öryggi. Allt viðhald er einfalt ásamt mikilum sveigjanleika þegar kemur að breytingum og endurprentun.

Litafilmur_Signa

Litafilmur

Signa býður upp á litafilmur í öllum regnbogans litum sem glæða gleri nýtt líf og persónuleika. Þær geta verið gegnsæjar eða með heilum lit, eru rispuvarðar og viðhaldsfríar. Auðveldar í notkun og geta breytt rýmum án þess að fórna útsýni.

Litafilmur_Signa

Sandblástursfilmur

Sandblástursfilmur bjóða upp á stílhreina næðislausn fyrir glerfleti á heimilum og vinnustöðum. Sandblástursfilmurnar okkar eru hentugar til að afmarka svæði án þess að hindra náttúrulegt ljósinntak, og eru einnig tilvaldar fyrir útskurð eða grafík fyrir persónulegt yfirbragð.

Litafilmur_Signa

Textílfilmur

Signa býður upp á nútímalegar textílfilmur, nýjasta æðið í gluggaskreytingum. Þessar filmur búa yfir einstakri textíláferð sem veitir rýmum hlýlegan blæ. Þrír litir í boði en einnig er hægt að prenta á þær. Fullkomnar til að bæta stíl og karakter, hvort sem er á heimili eða á vinnustað.

Prentaðar filmur

Prentaðar filmur eru frábær lausn til að setja auglýsingar og skilaboð þín á yfirborð glugga og veggja. Hægt er að fá gluggafilmur í sérlitum eða láta prenta grunnlit og/eða myndefni. Þær eru tilvaldar fyrir bæði heimili og fyrirtæki sem vilja auka sýnileika og fegra umhverfið.

Sólarfilmur

Sólarfilmur auka þægindi og bæta vinnuskilyrði. Þessar filmur draga úr hita og útfjólubláum (UV) geislum ásamt því að draga úr glampa. Veita friðhelgi án þess að fórna sýnileika. Tilvalið fyrir sólríka staði, þær vernda húsgögn og innréttingar frá upplitun og draga úr orkunotkun.

Algengar spurningar

Þarf ég að hreinsa gluggann eða svæðið áður en filman er fest á?

Það er mjög mikilvægt að hreinsa gluggann eða svæði sem filman á að þekkja. Best er að gera það með vatni eða hreinsiefni og nota hreinan og þurran klút eftir á.

Hvernig hreinsa ég sandblástursfilmu?

Það er auðvelt að hreinsa ryk af þessum filmum. Annað hvort með hreinum klút eða ryksugu. Bara að passa upp á klúturinn og ryksuguhausinn séu hreinir. Ef rykið næst ekki af þá er hægt að prófa límrúllu sem notuð er á fatnað. Alls ekki reyna að taka hana af eða nota hreinsiefni eða gufu.

Má ég nota vatn á sandblástursfilmu?

Það má nota vatn eða microfiber klút á litla bletti. Alls ekki nota gufu, blauta tusku o.s.frv.

Hvernig hreinsa ég glugga sem er aðeins þakinn að hluta til með sandblástursfilmu?

Þá er best að nota microfiber klút og rúðuúða t.d. Ajax á þann hluta sem er ekki með filmu.

Má ég nota hreinsiefni á sandblásturfilmu?

Oftast nær er hægt að hreinsa sandblástursfilmu með vatni og klút. Ef þú ætlar að nota hreinsefni þá mælum við með að þú prófir að nota það á lítið svæði og sjá hvernig það kemur út. Við mælum ekki með því.

Get ég fjarlægt sandblástursfilmu af til þess að þrífa gluggann?

Nei, það má alls ekki. Filman er ónýt um leið og hún er tekin af.

Get ég fjarlægt sandblástursfilmu af til þess að þrífa gluggann?

Nei, það má alls ekki. Filman er ónýt um leið og hún er tekin af.

Eru þessar filmur umhverfisvænar?

Þær eru umhverfisvænar enda innihalda ekkert PVC efni.

Get ég aðeins sett svona filmu á glugga?

Það er hægt að setja þessar filmur á alla slétta fleti hvort sem þeir eru gerðir úr gleri, ryðfríu stái eða vissum tegundum af við og plasti.

Hvað geri ég ef svæðið er of stórt fyrir eina filmu?

Ef svæðið er það stórt að þú þarft að nota meira en eina filmu þá er mikilvægt að samskeytin séu ekki áberandi. Þá er best að setja báðar filmunar á flötin þannig að þær fari aðeins yfir hvor aðra. Síðan skerðu filmuna með dúkahnífi. Passaðu þig að rispa ekki rúðuna eða svæðið undir filmunni. Oft er betra að setja aðra filmur undir sem má skera í.

Mega þessar filmur vera í röku lofti?

Nei þá losna þær af og eyðileggjast.

Hvernig tek ég filmuna af?

Það er ekkert mál að taka filmuna af glugganum eða svæðinu. Best er að byrja efst í horninu með því að skafa hana af og halda svo áfram niður. Það er ekki hægt að endurvinna hana þar sem límið festist á hana. Síðan er auðvelt að hreinsa gluggann eða svæðið með t.d. uppþvottalögi og vatni.

Hvernig set ég filmuna á glugga?

Vinsælasta aðferðin við að setja filmu í glugga er að:
1) Þrífa rúðuna (flötinn) vel með rúðuhreinsi.
2) Úða sápuvatni á rúðuna (vatn+nokkrir dropar af uppþvottalögi)
3) Taka pappírinn varlega frá filmunni. Passa að ekki komi brot í hana. 
4) Úða sápuvatni á límhlið.
5) Leggja filmuna í gluggann (flötinn). Stilla af í glugga.
6) Úða sápuvatni á filmuna.
7) Skafa sápuvatnið frá miðju filmu og út. Byrja efst.
8) Þurrka varlega vatn af filmu og úr glugga.
9) Ef það er pappír yfir mynstri eða texta þá er best að taka hann ekki af filmunni fyrir en sólarhring seinna.

 

Ef þú ert með hugmyndina finnum við lausnina

Signa býður upp á breitt úrval af filmum fyrir öll yfirborð og þarfir. Allt frá litaríkum gluggafilmum til sandblástursfilma. Kynntu þér hvernig við getum aðlagað filmur að þínu rými.

Heimilisfang

Bæjarflöt 19

112 Reykjavík

Iceland

Tölvupóstur

signa(@)signa.is

Sími

}

Opnunartími

Mánudag. – Fimmtud.

kl. 08:00 – 17:00

Föstudaga

kl. 08:00 – 16:15

p

Upplýsingar

VSK nr: 106196 

Kt: 490910-0930