PRENTUN

 

Prentun er sérgrein okkar. Og við vitum hvað hentar íslenskum aðstæðum best. Við eigum allar filmur á lager og getum prentað í öllum litum og gerðum. Komdu til okkar hugmyndum sem við hjálpum þér við að móta til fulls.

Þú getur sent okkur skjölin inn í gegnum Wetransfer. Hlekkur á okkar svæði er hér: Wetransfer

Hér á eftir getur að líta sýnishorn þess sem við bjóðum upp á:

ÁLPLÖTUR

Að setja ljósmyndir á álplötur er afar vinsælt. Þá er myndin yfirleitt plöstuð með möttu og límd á álplötuna. Ýmsar útfærslur með mismunandi áferðum og útkomum er unnt að velja, eða allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Sömuleiðis er val á milli mismunandi upphengilausna.

 

FOAM

Foam eru léttar pappaplötur með frauðkjarna, 5 og 10 mm. þykkar, og ljósmyndir eru oft settar á þær. Hægt er að fá álramma utan um myndirnar.

LÍMMIÐAR

Við prentum ótal tegundir af límmiðum í öllum stærðum og litum. Allt frá agnar smáum límmiðum upp í límmiða sem skreyta gólf í íþróttahöllum landsins.

 

VEGGFÓÐUR OG STRIGI

Það er vinsælt hjá fyrirtækjum að prenta á striga. Oftast nær eru það ljósmyndir prentaðar á striga sem síðan eru strekktar á blindramma. Hjá heimilum er til dæmis vinsælt að láta prenta ljósmyndir og nota sem veggfóður.

KYNNINGASTANDAR OG ROLLUP

Við höfum mikla reynslu að prenta á kynningarstanda eða svokallaða „Rollup“ standa. Hér er prentað á pappír sem hægt er að rúlla upp og búa til kynningarstand sem hægt er að nota við kynningar eða á sýningum.

SEGL OG PAPPÍR

Þá er líka vinsælt hjá fyrirtækum að láta prenta á pappír. Einnig getum við prentað á segl, stór borði eða dúkur, sem er síðan er slegið í rammakerfi utan um seglið.

Komdu til okkar með hugmynd eða skjöl sem þú vilt að vinnum með. Ef þú ert aðeins með hálfmótaða hugmynd af því hvernig þú vilt hafa hlutina, þá hjálpum við þér með hönnunina. Þegar hönnun er lokið, þá færð þú útprentaða mynd af því hvernig verkefnið kemur til með að líta út. Ef þú ert sátt/sáttur þá fer framleiðsluferlið í gang og við sjáum alfarið um það. Þú þarft ekkert að velta þér meira upp úr hlutunum frekar en þú vilt.

Við tryggjum að vörumerki viðskiptavina okkar séu notuð í samræmi við þá stefnu sem þeir setja okkur

Signa_logo

Bæjarflöt 19

112 Reykjavík

544 45 45

signa(hjá)signa.is

Opnunartími:

Mánudag. - Fimmtud.  kl. 08:00 - 17:00

Föstudaga  kl. 08:00 - 16:15

Upplýsingar

 

VSK nr: 106196 

Kt: 490910-0930

Samfélagsmiðlar

 

Um Signu

Skil á gögnum

Persónuverndarstefna