SKILTI
Við búum til allar tegundir skilta
Fleiri tegundir af skiltum standa viðskiptavinum Signu til boða eins og skilti án ljósa. Slík skilti eru mun ódýrari en ljósaskilti enda tekur það styttri tíma að búa þau til og þau eru ekki jafn efnismikil og ljósaskiltin. Skiltin eru oftast smíðuð úr áli, plasti eða plexiefni. Algengustu skilti án ljósa hjá okkur eru álskilti, seglskilti og útfræst skilti. Skiltin má nota bæði utan- og innan húss.
Hér koma nokkrar mismunandi útfærslur á skiltum:

Álskilti
Álskilti eru búin til úr álplötu eins og nafnið gefur til kynna. Stafirnir eru prentaðir og þrykktir á álplötuna sem síðan er hægt að klippa, beygja eða fræsa. Eins og með plexískiltin nýtast álskiltin vel fyrirtækjum, t.d. er algengt að sjá fyrirtæki merkt utan dyra með álskiltum. Skiltin má líka sjá víða utan og innan verslana.

Seglskilti
Seglskiltin eru risastór. Á segl eða „mesh“ efni er prentaður texti og síðan er seglbúturinn strekktur á ramma. Skiltin henta afar vel sé auglýsingum ætlað að vera áberandi. Það er ekki óalgeng sjón að sjá körfubíla þegar þessi risaskilti eru sett upp.

Útfræst skilti
Útfræst skilti eru smíðuð úr áli, plasti eða plexíefni. Auðvelt er að lýsa skiltið efst eða neðst. Lýsingin dregur skemmtilega fram það sem auglýst er, merki eða vöru fyrirtækisins. Til þess að skiltið fái að njóta sín sem best ætti veggurinn (eða bakgrunnurinn) að vera í hlutlausum lit.

Plexískilti
Plexískilti eru annað hvort með útfræsta bókstafi og/eða tölustafi eða þá að stafirnir eru límdir á plexíglerið. Þessi skilti sem önnur hafa gagnast vel fyrirtækjum og þau eru líka vinsæl hjá húsfélögum og félagasamtökum.

Skiltastandar
Skiltastandar velja þeir sem vilja færa skiltin sín úr einum stað í annan. Skiltastandar eru áberandi og þeir endast von út viti enda eru þeir úr áli, PVC eða viði. Þeir fara flestir til fyrirtækja sem auglýsa tilboð og/eða tilgreina staðsetningu sína. Signa á gott úrval af skiltastöndum, miklu fleiri en þessa sem hér eru sýndir.

Umferðaskilti
Umferðaskilti eða umferðarmerki þekkja allir. Þau eru unnin úr áli og opinberar stofnanir eða bæjarfélög nota þau eingöngu. Einnig eigum við mikið úrval af skiltum fyrir fjölbýlishús, húsfélög, fyrirtæki eða stofnanir. Auðvelt er að velja skiltið sem þig vantar hér að neðan eða hafa samband við okkur.
Komdu til okkar með hugmynd eða fullhannað skilti í kollinum! Ef þú ert aðeins með hálfmótaða hugmynd hvernig þú vilt hafa skiltið, þá hjálpum við þér. Þegar hönnun á skiltinu er lokið færðu útprentaða mynd sem sýnir hvernig skiltið mun líta út þar sem það á að vera. Sértu sammála útfærslunni fer framleiðsluferlið í gang sem við sjáum alfarið um. Þú þarft ekkert að velta meira vöngum yfir skiltinu. Getur ekki verið auðveldara!

Opnunartími:
Mánudag. - Fimmtud. kl. 08:00 - 17:00
Föstudaga kl. 08:00 - 16:15
Upplýsingar
VSK nr: 106196
Kt: 490910-0930
Samfélagsmiðlar
Um Signu
Skil á gögnum
Persónuverndarstefna