ÁLSKILTI

Álskilti eru vinsæl tegund skilta án lýsingar.

 

Álskilti eru búin til úr álplötu eins og nafnið gefur til kynna. Stafirnir eru prentaðir og þrykktir á álplötuna sem síðan er hægt að klippa, beygja eða fræsa. Eins og með plexískiltin nýtast álskiltin vel fyrirtækjum, t.d. er algengt að sjá fyrirtæki merkt utan dyra með álskiltum. Skiltin má líka sjá víða utan og innan verslana.

Við höfum mikla reynslu að vinna með ál og notum aðeins viðurkennd efni frá heildsölum á Íslandi. Beygjum, klippum og hönnum öll skilti í smiðjunni hjá Signu.

 

Komdu til okkar með hugmynd eða fullhannað ljósaskilti í kollinum! Ef þú ert aðeins með hálfmótaða hugmynd hvernig þú vilt hafa skiltið, þá hjálpum við þér. Þegar hönnun á skiltinu er lokið færðu útprentaða mynd sem sýnir hvernig skiltið mun líta út þar sem það á að vera. Sértu sammála útfærslunni fer framleiðsluferlið í gang sem við sjáum alfarið um. Þú þarft ekkert að velta meira vöngum yfir skiltinu, aðeins kveikja á því þegar skiltið er komið upp! Getur ekki verið auðveldara!

Við tryggjum að vörumerki viðskiptavina okkar séu notuð í samræmi við þá stefnu sem þeir setja okkur

Signa_logo

Bæjarflöt 19

112 Reykjavík

544 45 45

signa(hjá)signa.is

Opnunartími:

Mánudag. - Fimmtud.  kl. 08:00 - 17:00

Föstudaga  kl. 08:00 - 16:15

Upplýsingar

 

VSK nr: 106196 

Kt: 490910-0930

Samfélagsmiðlar

 

Um Signu

Skil á gögnum

Persónuverndarstefna