MERKI FYRIRTÆKIS
Bílamerkingar fanga strax augað enda ein besta og langsamlega vinsælasta auglýsing fyrirtækja. Algengast er að merkja bílinn með merki fyrirtækisins og í vaxandi mæli er farið að leggja áherslu á vörur eða hvað fyrirtækið stendur fyrir. Hér er logo eða merki fyrirtækisins prentað á filmu og límd á bílinn. Það er talið að 90% af fólki í umferðinni taki eftir bílamerkingum og það hefur sýnt sig að fólki treysti fyrirtæki betur ef fyrirtækjabílar eru merktir.
Komdu til okkar með hugmynd eða fullhannaða bílamerkingu. Ef þú ert aðeins með hálfmótaða hugmynd af því hvernig þú vilt hafa merkinguna á bílnum, þá hjálpum við þér með hönnunina. Þegar búið er að hanna bílamerkinguna, færð þú útprentaða mynd af því hvernig hún kemur til með að líta út á bílnum. Ef þú ert sátt/sáttur þá fer framleiðsluferlið í gang og við sjáum alfarið um það. Þú þarft ekkert að velta þér meira upp úr hlutunum frekar en þú vilt (nema kannski að ná í bílinn þegar við erum búin að merkja hann).
Við tryggjum að vörumerki viðskiptavina okkar séu notuð í samræmi við þá stefnu sem þeir setja okkur

Opnunartími:
Mánudag. - Fimmtud. kl. 08:00 - 17:00
Föstudaga kl. 08:00 - 16:15
Upplýsingar
VSK nr: 106196
Kt: 490910-0930
Samfélagsmiðlar
Um Signu
Skil á gögnum
Persónuverndarstefna