STAFRÆN PRENTUN
Prentun er sérgrein okkar. Og við vitum hvað hentar íslenskum aðstæðum best. Við eigum allar filmur á lager og getum prentað í öllum litum og gerðum. Komdu til okkar hugmyndum sem við hjálpum þér við að móta til fulls.
Þú getur sent okkur skjölin inn í gegnum Wetransfer. Hlekkur á okkar svæði er hér: Wetransfer
Hér á eftir getur að líta sýnishorn þess sem við bjóðum upp á:
BÆKLINGAR
Prentum flesta tegundir bæklinga í þeim stærðum sem hentar. Aðstoðum með umbrot og útlit. Hægt er að velja um stórt upplag eða lítið. Bjóðum upp á hágæðapappír og fraágáng sem og algengustu aðferðir og frágang bæklinga. Öll verk eru vistuð á stafrænu form og því auðvelt að fá endurprentun síðar.

NAFNSPJÖLD
Hjá okkur færðu nafnspjöld í mörgum stærðum og útfærslum. Hægt er að fá matt eða glans, plöstun öðrum megin eða báðum megin. Stærra og minna upplag í boði og ráðgjöf við uppsetningu.

MATSEÐLAR
Hjá Signa eru gerðar gríðarlega margar tegundir af matseðlum. Allt frá einföldum til flóknari útfærslna. Einnig bjóðum við upp á þríhyrninga, borðstanda, glasamottur og aðrar lausnir til kynningar. Ráðgjafar okkar eru fúsir til að leiðbeina og gefa góð ráð.

BOÐSKORT
Prentum boðskort fyrir öll tilefni, jólakort, afmæli, fermingu, brúðkaup og aðrar veislur. Einnig bjóðum við uppá grafskrift/sálmaskrár. Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
EINBLÖÐUNGAR / DREIFIBRÉF / FLYER
Hjá Signa eru framleiddar allar tegundir dreifibréfa í því magni og útliti sem viðskiptavinurinn óskar. Sérfræðingar okkar aðstoða og ráðleggja þér við uppsetningu og val á efni.
UMSLÖG
Prentum á margar tegundir umslaga með eða án glugga, sjálflímandi eða með límborða. Flestar stærðir í boði. Hafðu samband og fáðu ráðgjöf.

STARFS – OG VINNUSTAÐASKÍRTEINI
Gerum skírteini fyrir vinnustaði, skóla og aðra aðila sem krefjast að starfsmenn beri skírteini. Bæði með mynd og án. Setjum upp fyrir þig.
LÍMMIÐAR
Prentum límmiða í mörgum stærðum. Mikið af möguleikum í boði til að leysa þínar þarfir.
SÉRLAUSNIR
Við leysum þarfir viðskiptavina í prenti, standasmíði úr plexi ofl. Segulfilmur, plaköt, skrifstofugögn, vörur fyrir ráðstefnur, nafnamerkingar svo eitthvað er nefnt. Listinn er í raun ótæmandi. Hafðu samband og sjáðu hvort við getum leyst verkefnið.
Við tryggjum að vörumerki viðskiptavina okkar séu notuð í samræmi við þá stefnu sem þeir setja okkur

Opnunartími:
Mánudag. - Fimmtud. kl. 08:00 - 17:00
Föstudaga kl. 08:00 - 16:15
Upplýsingar
VSK nr: 106196
Kt: 490910-0930
Samfélagsmiðlar
Um Signu
Skil á gögnum
Persónuverndarstefna

