UMFERÐARSKILTI

 

Umferðaskilti eða umferðarmerki þekkja allir. Þau eru unnin úr áli og opinberar stofnanir eða bæjarfélög nota þau eingöngu. Einnig eigum við mikið úrval af skiltum fyrir fjölbýlishús, húsfélög, fyrirtæki eða stofnanir. Auðvelt er að velja skiltið sem þig vantar hér að neðan eða hafa samband við okkur.

Reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra 289/1995 og síðari breytingar fjallar um umferðarmerki og notkun þeirra. Einnig er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um umferðamerki hjá Vegagerðinni.

Signa ehf og B.S. verktakar eru í samstarfi með skiltamerkingar fyrir húsfélög og stofnanir. BS Verktakar (www.verktak.is) er fyrirtæki sem hefur frá árinu 1988 eða í rúm 30 ár sérhæft sig í bílastæðamálun, vélsópun, malbikun, malbiksviðgerðum og ýmsu viðhaldi umhverfis fjölbýlishús, bílastæða, fyrirtæki, og stofnanir.  

Komdu til okkar með hugmynd eða fullhannað skilti í kollinum! Ef þú ert aðeins með hálfmótaða hugmynd hvernig þú vilt hafa skiltið, þá hjálpum við þér. Þegar hönnun á skiltinu er lokið færðu útprentaða mynd sem sýnir hvernig skiltið mun líta út þar sem það á að vera. Sértu sammála útfærslunni fer framleiðsluferlið í gang sem við sjáum alfarið um. Þú þarft ekkert að velta meira vöngum yfir skiltinu. Getur ekki verið auðveldara!

Hjá Signu getur þú pantað umferðarskilti eða sérmerkt skilti og uppsetningu á því.

Sérpöntuð merki

Hægt er að panta hjá okkur sérmerki fyrir húsfélög og fyrirtæki.

A) Viðvörunarmerki

Viðvörunarmerkjum er ætlað að vekja athygli vegfarenda á því að vegur sé hættulegur.

 

B) Bannmerki

Bannmerkjum er ætlað að banna eða mæla fyrir um umferð.

C) Boðmerki

Boðmerkjum er ætlað að mæla fyrir um umferð.

D) Upplýsingamerki

Upplýsingamerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um ýmis atriði sem telja má þýðingarmikil fyrir umferðina.

E) Þjónustumerki

Þjónustumerkjum er ætlað að gefa vegfarendum upplýsingar um þjónustu sem í boði er á leið þeirra.

F) Vegvísar

Vegvísum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um leiðaval. Vegvísir skal vera rétthyrndur ferhyrningur þannig að tvær hliðar séu láréttar. 

 

G) Akgreinamerki

Akreinamerkjum er ætlað að leiðbeina ökumönnum um hvernig akreinar liggja á akbraut.

H) Bráðabirgðamerki

Bráðabirgðamerkjum er ætlað að vara ökumenn við tímabundnum breytingum á vegakerfi.

J) Undirmerki

Ef talin er þörf nánari leiðbeininga eða skýringa við umferðarmerki má nota til þess undirmerki með táknmynd eða áletrun

K) Önnur merki

Önnur merki samkvæmt Vegagerðinni

Við tryggjum að vörumerki viðskiptavina okkar séu notuð í samræmi við þá stefnu sem þeir setja okkur

Signa_logo

Bæjarflöt 19

112 Reykjavík

544 45 45

signa(hjá)signa.is

Opnunartími:

Mánudag. - Fimmtud.  kl. 08:00 - 17:00

Föstudaga  kl. 08:00 - 16:15

Upplýsingar

 

VSK nr: 106196 

Kt: 490910-0930

Samfélagsmiðlar

 

Um Signu

Skil á gögnum

Persónuverndarstefna